Hvernig virkar vísitölutenging á leigusamningi?
Verðtrygging er fyrirkomulag sem notast er við til að verja fjármuni gegn verðbólgu. Þegar fjárhæð láns eða húsaleigu er verðtryggð á samningi, er upphæð endurgreiðslu samkvæmt samningnum breytt í samræmi við verðlagsbreytingar í samfélaginu sem mældar eru sem verðbólga. Þetta tryggir að raunverðmæti endurgreiðslunnar (hér leigugreiðslu) haldist stöðug þrátt fyrir breytingar á verðlagi, þ.e. að leigusali fái endurgreiðslu fyrir leigueign sína sem tryggir að hann getur keypt sömu verðmæti fyrir leigugreiðsluna þrátt fyrir breytingar á verðlagi (verðbólgu) í samfélaginu. Á Íslandi er algengast að nota vísitölu neysluverðs (skammstafað VNV) til að verðtryggja lán og samninga en vísitalan mælir breytingar á