Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.

Húsaleiguábyrgð - Hvernig virkar Leiguskjól?

Húsaleiguábyrgð er sú tryggingarráðstöfun sem leigusali má krefja leigutaka um fyrir réttum efndum leigusamnings. Þetta þýðir að ef leigutaki greiðir annað hvort ekki umsamda leigu eða veldur skemmdum á eigninni umfram almenn og eðlileg not getur leigusali gert kröfu í húsaleiguábyrgð leigutaka fyrir tjóni sínu. Leiguábyrgð er því leið fyrir leigusala að fá bætt tjón og greidda umsamda leigu sem ekki er greidd.

Húsaleiguábyrgð er almennt í formi bankaábyrgðar líkt og þær ábyrgðir sem Leiguskjól gefur út og hægt er að sækja um bæði inn á leiguskjol.is og MyIgloo.is. Þessi tegund húsaleiguábyrgða er bæði öruggari og einfaldari kostur fyrir leigutaka og leigusala en önnur form tryggingaráðstafanna samkvæmt 40. gr. Húsaleigulaga. Hér er rétt að taka það fram að þegar rætt er um tryggingaráðstöfun er ekki verið að vísa til vátrygginga. Leiguábyrgð er ekki vátrygging þó svo að hún sé tryggingarráðstöfun. 

Hvernig virkar Leiguskjól?

 

Leiguskjól gerir leigutaka mögulegt að leggja fram leigutryggingu í formi bankaábyrgðar án þess að leigutaki þurfi sjálfur að binda alla upphæðina. Framlag leigutaka til ábyrgðarinnar getur því verið allt frá 0 til 100 prósent en algengast er að fólk leggi sjálft til 15 til 25 prósent af ábyrgðarfjárhæðinni sjálft. Lágmarksbinding er 0 prósent og býðst þeim sem eru í lánshæfisflokki A en 15 prósent fyrir þá sem eru í lánshæfisflokki B og 25 prósent hjá þeim sem eru með lánshæfi C1 og C2. Leigutökum stendur alltaf til boða að leggja til hærra hlutfall til ábyrgðarinnar en eftir því sem hlutfall leigutaka í ábyrðginni er hærra er mánaðarlegt iðgjald ábyrgðarinnar minna. Gengið er frá öllu rafrænt í gegnum ábyrgðarkerfi Leiguskjóls og því hægt að sækja um ábyrgð, gagnga frá greiðslum og fá ábyrgðina í hendur samdægurs. Leigusali fær jafnframt ábyrgðina senda til sín rafrænt.

Leiguskjól er öruggari leið fyrir leigutaka en að binda fé sitt hjá leigusala og þægilegri en önnur ábyrgðarform. Leigusali hefur ekki beinan aðgang að ábyrgðarfé leigutaka og allar kröfur sem berast í ábyrgðir hjá Leiguskjóli fara í gegnum lögbundið kröfuferli sem byggir á ákvæðum húsaleigulaga og fordæmum úrskurðaraðila. Ferlið takmarkar hættuna á því að óréttmætar kröfur fáist greiddar og útilokar að hægt sé að ganga á ábyrgð leigutaka án heimildar. Leigutaki nýtur því fullrar verndar húsaleigulaga og þarf ekki að sækja á leigusala vegna ólögmætrar töku af tryggingarfé sínu.


Leigusalar njóta líka verndar af ábyrgðum Leiguskjóls þar sem lögbundið kröfuferli tryggir að réttmætar kröfur tapast ekki vegna vanþekkingar aðila á lögbundnu ferli húsaleigulaga og fordæma úrskurðaraðila. Leigusali sem gengur á tryggingarfé leigutaka vegna réttmætrar kröfu getur tapað kröfunni ef rangt er staðið að kröfuferlinu.  


Hægt er að lesa meira um kröfu í leiguábyrgð í greininni "Leiguábyrgð og arðar tryggingarráðstafanir"

Vistað 28 maí 2024

Var greinin hjálpleg?