Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.

Úttekt leiguhúsnæðis

Leigutaka og leigusala eða umboðsmönnum þeirra er skylt gera úttekt á ástandi hins leigða húsnæðis, þar með talið á brunavörnum, samhliða gerð leigusamnings og áður en afhending fer fram og við lok leigutíma. Niðurstöður úttektar bera að skrá í sérstakan viðauka við leigusamning og senda, ásamt leigusamningi, í leigugrunn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar.

Úttektin er lögbundin krafa en aðilum samnings er heimilt að gera hana í sameiningu eða fá til verksins fagaðila, þ.e. úttektaraðila. Kostnaðinum er þá skipt jafnt milli leigusala og leigutaka. Almennt er mælt með að fá fagaðila til verksins en slíkt úttekt dregur úr líkum á ágreiningi og er sterkara gagn um ástand eignarinnar en úttekt leigutaka og leigusala sjálfra.

Úttektinni er ætlað ætlað að tryggja að leiguhúsnæði sé í íbúðarhæfu ástandi og uppfylli kröfur laga um ástand hins leigða (sjá 14. gr. húsaleigulaga). Jafnframt er úttektin helsta sönnunargagn leigusala og leigutaka um ástand eignar í upphafi, komi til ágreinings um tjón á eigninni við skil á henni.

Val á skoðunarmanni skal vera sameiginleg ákvörðun leigjanda og leigusala. Ef deilur rísa um valið geta aðilar leitað til kærunefndar húsamála til úrlausnar.

 

Skoðunarskýrsla skal útbúin í þrjú eintök, undirrituð af öllum aðilum leigusamningsins ásamt skoðunarmanninum, og skal hver aðili halda eintaki. Úttektin verður grundvöllur ef deilur rísa um bótaskyldu leigjanda við uppsögn leigusamnings.

 

 69. gr.

[[Leigjandi og leigusali eða umboðsmenn þeirra skulu gera úttekt á ástandi hins leigða húsnæðis, þ.m.t. á brunavörnum, samhliða gerð leigusamnings og við lok leigutíma. Niðurstöður úttektar sem fer fram við gerð leigusamnings skulu skráðar í sérstakan úttektarkafla í leigusamningi. Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra.] 1)

Sé óskað úttektar úttektaraðila á ástandi hins leigða húsnæðis í öðrum tilvikum en kveðið er á um í 1. mgr. skal sá aðili sem óskar hennar greiða kostnaðinn vegna úttektarinnar. Leigjanda og leigusala er þó ávallt heimilt að semja um aðra kostnaðarskiptingu vegna úttektarinnar.

Leigjandi og leigusali skulu koma sér saman um úttektaraðila.

Komi upp ágreiningur milli aðila við framkvæmd þessarar greinar geta aðilar vísað honum til kærunefndar húsamála.] 2)

Sá sem framkvæmir úttektir skal annast störf sín við úttektir af kostgæfni og ætíð gæta fyllsta hlutleysis gagnvart báðum málsaðilum. Hann skal og gæta þagmælsku um einkahagi fólks sem hann kann að fá vitneskju um í starfi sínu.

[Ákvæði 2.–5. mgr. gilda einnig um önnur þau verkefni sem gert er ráð fyrir að úttektaraðilar sinni samkvæmt lögum þessum.] 2)

 

 71. gr.

[Úttekt úttektaraðila skv. 1. eða 2. mgr. 69. gr. framkvæmir úttektaraðili sem leigjandi og leigusali hafa komið sér saman um skv. 3. mgr. 69. gr.] 1) að viðstöddum leigusala og leigjanda eða umboðsmönnum þeirra. Á sérstaka úttektaryfirlýsingu … 1) skal skrá sem ítarlegasta lýsingu á hinu leigða húsnæði og ástandi þess og getur leigjandi [eða leigusali] 1) þá strax komið að aðfinnslum sínum og óskað úrbóta.

Á úttektaryfirlýsingu skal staðgreina nákvæmlega hið leigða húsnæði, geta fylgifjár, dagsetningar leigusamnings og aðila hans.

 

 72. gr.

Úttektaryfirlýsing skal gerð í þríriti og skulu aðilar leigusamnings og [úttektaraðili skv. 3. mgr. 69. gr.] 1) undirrita hana og halda einu eintaki hver. Úttekt skal leggja til grundvallar ef ágreiningur verður um bótaskyldu leigjanda við skil húsnæðisins.

Vistað 28 maí 2024

Var greinin hjálpleg?