Leigusamningur
Leigusamningur er ásamt húsaleigulögum grundvöllur þess réttarsambands sem er milli leigusala og leigutaka. Undirbúningur og frágangur leigusamnings er því mjög mikilvægur, sér í lagi þar sem nú er lagaskylda að skrá alla húsaleigusamninga til Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) í svokallaða Leiguskrá HMS.
Áður en byrjað er á sjálfri samningsgerðinni er mikilvægt að samningsaðilar, hér leigusali og leigutaki, sammælist um helstu þætti samningsins. Hér er listi yfir helstu þætti sem gott er að vera búin að ná samkomulagi um áður en við hefjum samningsgerðina:
-
Hvaða fylgifé er í eigninni
-
Leiguverð
-
Vísitölubinding
-
Upphæð leiguábyrgðar
-
Hver greiðir rekstrarkostnað (Hiti/Rafmagn/Hússjóður)
-
Leigutímabil
-
Uppsagnarákvæði ef samningur tímabundinn
-
Húsreglur og sérákvæði
Skráning á fylgifé er mikilvægt til að fyrirbyggja ágreining um eignarhald muna í lok leigutíma en jafnframt ef tjón verður á innbúi sem fellur undir innbústryggingu leigusala. Ákvæði um leiguverð verður að vera skýrt og tilgreina þarf sérstaklega hvort leiga skuli fylgja vísitölu ef taka á mið af verðlagsbreytingum á leigutíma. Allur gangur er á því hvernig samið er um rekstrarkostnað en þó er algengt að hiti og rafmagn sé greitt af leigutaka, athugið þó að oft er hiti hluti af sameiginlegum kostnaði í fjölbýlishúsum og þá greiddur af leigusala. Húsgjöld eru öllu jafna greidd af leigusala. Þegar kemur að uppsögn skiptir máli hvort um tímabundinn eða ótímabundinn samning er að ræða. Setja þarf sérstaklega inn ákvæði um uppsögn á tímabundnum samning en ótímabundinn samningur fer eftir húsaleigulögum.
Rafrænn leigusamningur
Þegar komið er að sjálfri samningsgerðinni er ráðlagt að nota öryggar rafrænar lausnir eins og samningslausn MyIgloo.is en hún er tengd leigugrunni HMS og auðveldar því leigusölum að skrá leigusamning sinn í Leiguskrá HMS.
Einfalt er að skrá leigusamning í gegnum MyIgloo en það er gert í örfáum skrefum á bæði notendavænan en líka öruggan hátt. Þegar samningurinn er að fullu undirritaður sendist hann sjálfkrafa í Leiguskrá HMS. Eins og sést hér á skýringarmynd með greininni er ferlið bæði auðvelt og fljótlegt.
Vistað 28 maí 2024
Var greinin hjálpleg?