Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.

Hver ber ábyrgð á skemmdum?

Það er sameiginlegt verkefni leigusala og leigutaka að viðhalda góðu ástandi leiguhúsnæðis. Því er mikilvægt að átta sig á réttindum sínum og skyldum. Fyrir leigutaka er sérstaklega mikilvægt að fara rétt með tilkynningar og skráningu tjóns á leigueign til að verja sig gagnvart óþarfa bótakröfu. Mikilvægt er að kynna sér ákvæði húsaleigulaga en hægt er að lesa stuttar samantektir um viðhald og tjón í greinunum "Ástand hins leigða húsnæðis" og "Viðhald leiguhúsnæðis"

Í þessari grein förum við yfir helstu atriði sem hjálpa leigutaka að takmarka tjón eign og um leið minnka líkur á bótamáli á grundvelli húsaleiguábyrgðar sinnar í lok leigutíma. 


Leigutaki bera almennt þá skyldu að halda leigueign hreinni og í góðu ástandi. Þá bera að tilkynna leigusala um allt tjón og skemmdir sem verða á eigninni. Hér stutt upptalning á nokkrum þátt sem leigutaki bera ábyrgð á en þessi listi er ekki tæmandi:

  1. Hreinsa niðurfall

  2. Skipta um rafhlöður í t.d. Reykskynjarar

  3. Flokka og farga rusli í samræmi við reglur sveitarfélags

  4. Koma í veg fyrir myglu og uppsöfnun óhreininda

  5. O.fl.


Draga úr tjóni

Ásamt því að sinna minniháttar viðhaldi og þrifum á fasteign er mikilvægt að leigutaki hjálpi leigusala að draga úr tjóni á eigninni. Þar sem leigusali hefur ekki yfirráð yfir eigninni á leigutíma og óheimilt að fara inn í eignina án sérstakrar tilkynningar er mikilvægt að leigutaki tilkynni leigusala um allt tjón og allar skemmdir sem verða á eigninni. Hér er listi yfir nokkur atriði sem ber að tilkynna en ekki er um tæmandi lista að ræða.

 

  1. Vatnsleki hvort heldur sem hann kemur að utan eða innan (vatnslögn)

  2. Tjón vegna minniháttar bruna

  3. Tjón vegna bilana í lögnum, t.d. raflögnum

  4. Skemmdir á sameign

  5. Bilanir í raftækjum 

  6. O.fl.


Tilkynna um vandamál strax

Tilkynnið öll vandamál strax og þeirra verður viðvart. Hér skiptir ekki máli hversu lítið vandamálið virðist vera í fyrstu. Dæmi af t.d. lítilsháttar leka sem með tímanaum orðið að stóru tjóni. Sé lékinn ekki tilkynntur leigusala getur ábyrgð á tjóni af völdum lekans fallið á leigutaka að hluta eða öllu leyti. Þess vegna er mikilvægt að tilkynna strax og hafa tilkynninguna skriflega og rekjanlega, t.d. að senda leigusala tölvupóst í kjölfar símtals

Þá er einnig mikilvægt að aðilar leigusamnings láti framkvæma úttekt á húsnæðinu í upphafi leigutíma í samræmi við 69. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, en aðilum er skylt að gera þessa úttekt. Hún er hvort í senn mikilvæg fyrir leigutaka eins og leigusala. Úttektin staðfestir ástand eignar við upphaf leigutíma og er því grundvöllur fyrir mati á tjóni síðar, þ.e. tjónið var fyrir eða varð á leigutímanum. Hún er jafnframt helsta mat leigutaka um ástand eignarinnar, t.d. hvort hún sé yfir höfuð íbúðarhæf eða ef eignin þarfnast lagfæringar þó minniháttar séu.

 

 

Vistað 28 maí 2024

Var greinin hjálpleg?